Enski boltinn

Paletta seldur til Boca

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gabriel Paletta.
Gabriel Paletta.

Liverpool hefur selt argentínska varnarmanninn Gabriel Paletta til Boca Juniors í heimalandi hans. Þessi 21. árs leikmaður kom til Anfield sumarið 2006 eftir að hafa vakið mikla athygli á Heimsmeistaramóti unglingalandsliða árið á undan.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í 4-3 sigri á Reading í deildabikarnum en hann skoraði í leiknum. Þrátt fyrir það fékk hann ekki mörg tækifæri með Liverpool og ákvað félagið að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×