Fótbolti

Sneijder með sigurmark Real Madrid

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wesley Sneijder í leik með hollenska landsliðinu.
Wesley Sneijder í leik með hollenska landsliðinu.

Keppni í spænsku deildinni hófst í kvöld með opnunarleik Real Madrid og Atletico Madrid. Það voru meistararnir í Real Madrid sem unnu leikinn 2-1 en sigurmarkið skoraði hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder.

Sneijder kom til Real Madrid fyrr í þessum mánuði frá Ajax og var hann ekki lengi að stimpla sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna Real liðsins. Það var reyndar Atletico Madrid sem tók forystuna í leiknum strax á fyrstu mínútu þegar Agüero skoraði.

Gulldrengurinn Raul jafnaði á 14. mínútu en sigurmarkið kom á 79. mínútu. Fyrsti leikur Barcelona verður á morgun, útileikur gegn Racing Santander.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×