Enski boltinn

Þriggja ára samningur á borðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger hugsi.
Arsene Wenger hugsi.

Arsenal vonast til þess að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger skrifi undir nýjan samning sem fyrst en þriggja ára samningur bíður á borðinu. Samningur Wengers rennur út eftir yfirstandandi tímabil og segir stjórnarmaðurinn Keith Edelman að menn séu bjartsýnir á að Wenger skrifi undir.

„Arsene er með frábært lið í höndunum sem hann hefur sjálfur fengið að smíða. Það er nokkuð víst að hann vill sjálfur ná á toppinn með þessu liði," sagði Edelman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×