Formúla 1

Massa hrósaði sigri í Tyrklandi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti.

Fernando Alonso kom þriðji í mark en úrslitin þýða að Alonso hefur minnkað forystu Hamiltons í heildarstigakeppninni niður í fimm stig. Hamilton lenti í óhappi í miðri keppni í dag þegar hægra framdekk hans sprakk.

Úrslitin í Tyrklandi:

1. Felipe Massa - Ferrari

2. Kimi Räikkönen - Ferrari

3. Fernando Alonnso - McLaren

4. Nick Heidfeld - BMW

5. Lewis Hamilton - McLaren

6. Heikki Kovalainen - Renault

7. Nico Rosberg - Williams

8. Robert Kubica - BMW

9. Giancarlo Fisichella - Renault

10. David Coulthard - Red Bull

Heildarstigakeppni ökumanna:

Lewis Hamilton 84

Fernando Alonso 79

Felipe Massa 69

Kimi Räikkönen 68

Nick Heidfeld 47

Robert Kubica 29

Heildarstigakeppni bílasmiða:

McLaren 163

Ferrari 137

BMW 76

Renault 36




Fleiri fréttir

Sjá meira


×