Enski boltinn

Spáð í spilin: Man Utd. - Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
John O´Shea brá sér í markið þegar liðin mættust í febrúar.
John O´Shea brá sér í markið þegar liðin mættust í febrúar.

Það er athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 15:00 á Old Trafford þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Bæði þessi lið hafa ollið vonbrigðum það sem af er tímabili en pressan á Englandsmeistarana er mikil og ekkert annað en sigur kemur til greina hjá þeim.

Ljóst er að Gary Neville verður ekki með Manchester United næstu tvær vikurnar vegna meiðsla. United hefur vantað sóknarmann hingað til en líklegt er að Lous Saha muni verða til taks á bekknum í dag.

Hjá Tottenham gæti Gareth Bale leikið sinn fyrsta leik. Dimitar Berbatov er líklega í liðinu en Darren Bent er tæpur. Benoit Assou-Ekotto, Michael Dawson, Younes Kaboul, Ledley King og Aaron Lennon eru allir fjarri góðu gamni.

Leikmannahópur Manchester United : Van der Sar, Kuszczak, Heaton, Brown, Ferdinand, Vidic, O'Shea, Evra, Silvestre, Fletcher, Eagles, Carrick, Scholes, Hargreaves, Nani, Anderson, Giggs, Saha, Tevez.

Leikmannahópur Tottenham: Robinson, Cerny, Chimbonda, Bale, Lee, Stalteri, Gardner, Rocha, Zokora, Tainio, Jenas, Routledge, Malbranque, Boateng, Huddlestone, Ghaly, Murphy, Taarabt, Berbatov, Bent, Keane, Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×