Íslenski boltinn

Grótta og Víðir í góðum málum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Úrslitakeppnin í 3. deild karla fór af stað í dag en fimm lið komast upp í 2. deildina í ár vegna fjölgunar í landsdeildum Íslandsmótsins. Átta lið keppa í úrslitakeppnninni og komast sigurliðin úr átta liða úrslitunum beint upp en tapliðin leika aukalega um hitt lausa sætið í 2. deild.

Í dag fóru fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitum en leikið er heima og að heiman. Gróttumenn eru komnir með annan fótinn og rúmlega það í 2. deild eftir að hafa unnið BÍ/Bolungarvík á útivelli með fjórum mörkum gegn engu. Þá vann Víðir góðan útisigur gegn Tindastóli.

Úrslit dagsins:

BÍ/Bolungarvík - Grótta 0-4

Tindastóll - Víðir 2-4

Huginn - Hvöt 1-1

Hamar - Leiknir F. 2-1

Seinni leikirnir fara fram á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×