Fótbolti

Ástand Puerta alvarlegt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Puerta leiddur af velli í gær.
Puerta leiddur af velli í gær.

Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta er á sjúkrahúsi þar sem ástand hans er talið alvarlegt. Puerta hneig niður í leik með liði sínu Sevilla gegn Getafe í gær og svo aftur í búningsklefa liðsins.

Þessi 22 ára leikmaður missti fyrst meðvitund þegar hann var að skokka til baka að marki Sevilla. Liðsfélagar hans og læknar af varamannabekkjunum hlupu að honum og komu í veg fyrir að hann gleypti tungu sína.

Puerta náði að standa upp og ganga inn í búningsklefann. Þar hneig hann hinsvegar aftur niður og framkvæmdar voru lífgunartilraunir á honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél. Ástand hans er stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×