Fleiri fréttir

Tímatökurnar voru farsi

David Coulthard hefur látið hafa eftir sér að breyttar reglur í tímatökunum í Formúlu 1 hafi gert að að verkum að tímatökurnar á laugardaginn hafi verið eins og farsi.

Börsungar drjúgir með sig

Leikmenn Barcelona eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað Chelsea.

Dennis ósáttur við ökumenn sína

Ron Dennis, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, hefur gagnrýnt ökumenn liðsins eftir dapran árangur í Ástralíukappakstrinum um helgina.

Gattuso leiðréttir sig

Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn sterki hjá AC Milan á Ítalíu, hefur sagt að rangt hafi verið haft eftir honum að hann vildi fara til Manchester United.

Meiðsli hjá United

Gary Neville og Louis Saha hjá Manchester United hafa báði verið útilokaðir frá leik liðsins við AC Milan í Meistaradeildinni.

Benites fær menn úr meiðslum

Lið Liverpool hefur verið meiðslum hrjáð á tímabilinu en fagnar því að lykilmenn liðsins verða leikfærir í síðari leikinn gegn Leverkusen í Meistaradeildinni.

Fékk gull á Opna bandaríska

Norðurlandameistarinn í tækvondó, Björn Þorleifsson, vann gullverðlaun í - 78 kílógramma flokki á Opna bandaríska meistaramótinu í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina. Björn vann fimm bardaga og sigraði Ítalann Pacifico Laezza í úrslitaviðureign.

Njarðvík fær nýjan útlending

Lið Njarðvíkur í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann fyrir lokaslaginn í úrslitakeppninni.

Henry trúir á sína menn

Markahrókurinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að lið sitt þurfi að sanna ástríðu sína til að eiga möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni.

Dallas setti met

Dallas Mavericks sló eigið met á leiktíðinni í fyrrinótt er liðið mætti Houston Rockets í NBA-körfuboltanum.

Bellamy fljótur í fréttirnar

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy er ekki lengi að láta til sín taka, þrátt fyrir að vera farinn að leika í öðru landi. 

Neville og Saha ekki með í kvöld

Gary Neville og Louis Saha munu ekki leika með Manchester United er liðið mætir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á San Siro-leikvanginum í kvöld.

HK náði toppsætinu

HK komst í fyrsta sætið í úrvalsdeild karla í handbolta eftir sigur á Víkingi í gærkvöldi, 32-25. Þegar ellefu umferðir eru búnar hefur HK 14 stig, Haukar 13 en síðan koma Valur og ÍR með 12 stig.

Barrichello bjartsýnn á framhaldið

Rubens Barrichello, ökuþór hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, varar fólk við að afskrifa liðið þrátt fyrir slaka byrjun Michael Schumacher á nýhöfnu keppnistímabili á mótinu í Melbourne sem fram fór um helgina.

KR sigraði Þrótt

Fjórir leikir voru í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. KR sigraði Þrótt, 3-1. Arnar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir KR og Sigmundur Kristjánsson eitt. Páll Einarsson skoraði fyrir Þrótt.

Samuel Kuffour til Arsenal?

Knattspyrnumaðurinn Samuel Kuffour er harðákveðinn að segja skilið við Bayern München í þýsku deildinni þegar samningur hans rennur út í sumar.

Barthez grýttur af áhorfanda

Fabien Barthez hjá franska liðinu Olympique Marseille, fyrrum markvörður Manchester United, þurfti skyndilega að ljúka keppni í leik gegn St. Etienne í frönsku 1. deildinni í fyrradag eftir að hafa verið grýttur af áhorfanda.

Moyes bjartsýnn þrátt fyrir tap

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, telur líkur liðsins á að eignast sæti í Meistaradeild Evrópu enn til staðar þrátt fyrir þriðja heimaleikjatapið í röð um helgina þegar Everton tók á móti Blackburn.

UEFA segir Mourinho til syndanna

Fulltrúi Knattspyrnusambands Evrópu hefur komið fram með yfirlýsingu vegna ummæla Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum.

Hildur með stórleik fyrir Jämtland

Hildur Sigurðardóttir, körfuknattleikskona með sænska liðinu Jämtland, kvaddi áhorfendur á heimavelli sínum með stæl þegar liðið mætti Sallén. Hildur skoraði 22 stig í leiknum og átti stóran þátt í sigri gestgjafanna.

Maier í sögubækurnar

Austuríski skíðamaðurinn Hermann Maier komst á spjöld sögunnar þegar hann vann sigur í risasvigi í Noregi um helgina.

Hildur maður leiksins

Landsliðskonan í körfuknattleik, Hildur Sigurðardóttir, skoraði 22 stig þegar lið hennar, Jamtland, sigraði Sallen, 95-64, í sænska körfuboltanum. Í sænska blaðinu <em>Landstidningen</em> í Östersund er Hildur sögð hafa leikið best allra á vellinum.

Barthez neitaði að spila

Franski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Fabian Barthez, lék ekki með liði sínu, Marseille, í frönsku 1. deildinni í gærkvöldi. Í upphitun skömmu áður en Marseille átti að spila við St. Etienne var einhverju kastað úr áhorfendastúkunni í Barthez. Það varð til þess að hann neitaði að spila.

Wright Phillips kominn úr aðgerð

Enski landsliðsmaðurinn Shaun Wright Phillips hefur lokið við uppskurð sem gerður var á hnénu á honum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik í Úrvalsdeildinni á dögunum með liði sínu Manchester City.

Óbreytt staða á Ítalíu

Óbreytt staða er í fótboltanum á Ítalíu eftir leiki helgarinnar. AC Milan og Juventus, sem unnu bæði leik sína á laugardag, eru með 60 stig þegar 27 umferðir eru búnar.

Tyson ætlar aftur í hringinn

Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson hefur lýst því yfir að hann muni snúa aftur í hringinn í sumar en óljóst er hver keppinauturinn verður, ef hann verður þá nokkur. Tyson hefur ekki barist síðan hann tapaði á frekar niðurlægjandi hátt á rothöggi gegn breska boxaranum Danny Williams síðasta sumar.

Chelsea hefur harma að hefna

Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur

Ekkert af ensku liðunum fer áfram!

Brasilíska knattspyrnuundrið, Ronaldinho hjá Barcelona er ekkert að skafa utan af hlutunum í viðtali við breska blaðið Daily Mirror í dag þar sem hann heldur því fram að ekkert af ensku liðunum fjórum í Meistaradeildinni muni komast í 8 liða úrslitin en 16 liða úrslitunum lýkur á miðvikudag.

Bolton í Evrópusæti í kvöld?

Bolton getur tyllt sér í Evrópusæti í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Leikurinn hófst kl. 20.00 og er staðan eftir 15 mínútna leik enn 0-0. Bolton er í 7. sæti deildarinnar með 40 stig og getur notfært sér ófarir Middlesbrough sem tapaði 2-0 fyrir Aston Villa um helgina og er því enn með 42 stig í 6. sæti.

Bolton yfir gegn Man City

El-Hadji Diouf hefur komið Bolton 0-1 yfir á útivelli gegn Man City í ensku úrvalsdeildnini í knattspyrnu og er það staðan í hálfleik. Leikurinn hófst kl. 20.00 skoraði Senegalinn markið þegar sléttar 45 mínútur voru liðnar af leiknum. Bolton getur með sigri tyllt sér í Evrópusæti í deildinni.

Íslendingar verðlauna Shearer

Íslenski stuðningsmannaklúbbur enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle Utd komst í fréttirnar í Newcastle borg í dag vegna verðlauna sem klúbburinn afhenti Alan Shearer sem leikmaður ársins 2004. Júlíus H. Ólafsson vefstjóri Newcastle klúbbsins sagði í samtali við Vísi.is nú í kvöld að þetta sé annað árið sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar.

Bolton í Evrópusæti

Bolton tyllti sér í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 0-1 útisigri á Man City en leikið var í Manchester. El-Hadji Diouf skoraði mark Bolton þegar sléttar 45 mínútur voru liðnar af leiknum. Bolton er nú komið í Evrópusæti í deildinni, með 43 stig, jafnmörg og Liverpool.

Stoltur faðir og ÍR-ingur

Þeir voru margir ÍR-ingarnir sem áttu erfitt með að fela tilfinningar sínar um síðustu helgi þegar ÍR lyfti langþráðum titli í handboltanum. Einn þeirra var Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, sem hefur lagt ómældan tíma og kraft í að gera ÍR að stórveldi í handboltanum síðustu fimmtán ár.

Ágúst ekki áfram með Gróttu/KR

Ágúst Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu/KR í 1. deildinni í handbolta, mun ekki þjálfa liðið á næstu leiktíð. Þetta tilkynnti Ágúst forráðamönnum Gróttu/KR í byrjun síðustu viku og leikmönnum liðsins í lok vikunnar. Meira verður fjallað um málið í DV á morgun þar sem meðal annars verða raktar ástæður uppsagnarinnar.

Maier vann risasvigið

Austurríski skíðakappinn Hermann Maier bætti í morgun enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn er hann vann risasvigskeppni heimsbikarmóts í Kvitfjell í Noregi. Þetta var 50. heimsbikarsigur Maiers á ferlinum, en kappinn vann einnig brunkeppnina sem fram fór í gær.

Lee stal sigrinum í Tælandi

Richard Lee frá Nýja-Sjálandi vann í gær opna tælenska mótið í golfi með því að stela sigrinum af Ástralanum Scott Barr í bráðabana. Barr, sem leitt hafði mótið lengst af, var álitinn sigurstranglegastur en lék illa á lokahringnum á meðan Lee kom sterkur inn.

Marquez ekki með gegn Chelsea

Mexíkaninn Rafael Marquez verður ekki með Barcelona þegar liðið sækir Chelsea heim í síðari leik 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu sem fram fer í vikunni. Hins vegar verður franski kantmaðurinn Ludovic Giuly í leikmannahópi liðsins en talið var að hann yrði ekki búinn að jafna sig af meiðslum sínum í tæka tíð.

Barcelona nær átta stiga forskoti

Barcelona náði í gærkvöldi átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna á útivelli 1-0. Það var Samuel Eto´o sem skoraði sigurmarkið í leiknum á fertugustu mínútu. Erkifjendurnir í Real Madrid er í öðru sæti með 54 stig en liðið gerði jafntefli, 1-1, við Valencia á Mestalla, heimavelli Valencia.

AC Milan og Juventus enn efst

Juventus sigraði Roma 2-1 á Ólympíuleikvanginum í Rómaborg í miklum slagsmálaleik í gær og AC Milan tryggði sér naumlega sigur á Atalanta. Liðin eru því enn efst í ítölsku knattspyrnunni með jafnmörg stig, eða 60.

Fisichella sigraði í Ástralíu

Ítalinn Giancarlo Fisicella sem ekur á Renault sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Ástralíu í nótt. Þetta er annar sigur hans á ferlinum. Rubens Barichello, sem ekur á Ferrari, varð annar og Fernando Alonso, félagi Fisichella hjá Reanault, varð í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Michael Schumacher þurfti að hætta keppni þar sem bíll hans bilaði eftir árkestur.

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar

Valur varð í gær Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu en liðið sigraði KR með átta mörkum gegn engu í úrslitaleik. Í deildabikarnum vann ÍA Þór með þremur mörkum gegn tveimur.

Gattuso vill fara til United

Miðjumaðurinn harðsnúni, Gennaro Gattuso hjá AC Milan, hefur heldur betur komið á óvart með því að lýsa því yfir að hann vilji leika með Manchester United í náinni framtíð, aðeins tveimur dögum áður en Milan tekur á móti United í síðari leik 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu.

Mikilvægur sigur hjá WBA

West Bromwich Albion vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur er liðið bar sigurorð af Birmingham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. West Brom, sem fyrir leikinn vermdi botnsæti deildarinnar, vann 2-0 með mörkum Neil Clement og Kevin Campbell í síðari hálfleik.

Hellir Íslandsmeistari í skák

Taflfélagið Hellir vann öruggan sigur á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í gær. Taflfélag Reykjavíkur varð í öðru sæti og Taflfélag Vestmanneyja í því þriðja. A-sveit Skákdeildar Hauka sigraði í 2. deild og fer upp í fyrstu deild ásamt Taflfélagi Selfoss sem varð í öðru sæti í annarri deild.

Els vann í Dubai

Ernie Els frá Suður-Afríku vann í dag Desert Classic mótið í golfi sem fram fór í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í þriðja sinn á ferlinum. Sigur Els var dramatískur í meira lagi og segja má að hann hafi rænt honum af Spánverjanum Miguel Angel Jimenez, sem hafði verið í forystu lengst af.

Sjá næstu 50 fréttir