Sport

Hellir Íslandsmeistari í skák

Taflfélagið Hellir vann öruggan sigur á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í gær. Taflfélag Reykjavíkur varð í öðru sæti og Taflfélag Vestmanneyja í því þriðja. A-sveit Skákdeildar Hauka sigraði í 2. deild og fer upp í fyrstu deild ásamt Taflfélagi Selfoss sem varð í öðru sæti í annarri deild. Þá sigraði C-sveit Hellis í 3. deild og b-sveit Hauka í 4. deild en Hellir og Haukar voru ótvírætt sigurvegar keppninnar, sigruðu í tveimur deildum hvort félag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×