Sport

Wright Phillips kominn úr aðgerð

Enski landsliðsmaðurinn Shaun Wright Phillips hefur lokið við uppskurð sem gerður var á hnénu á honum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik í Úrvalsdeildinni á dögunum með liði sínu Manchester City. Búist var við að kappinn yrði frá í allt að tvo mánuði eftir aðgerðina, en Kevin Keegan knattspyrnustjóri Manchester City er strax farinn að vonast til að fá hann mun fyrr til baka í baráttuna. Þar eð aðgerðin á Phillips heppnaðist vel, vonar stjórinn að hann nái að koma til baka jafn snemma og félagi hans liði City, Joey Barton.  Keegan veitir ekki af að hafa Phillips í liði sínu, því gengi þess hefur ekki verið upp á marga fiska í ár og hinn 23 ára gamli miðjumaður hefur verið alger lykilmaður hjá þeim í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×