Sport

UEFA segir Mourinho til syndanna

Fulltrúi Knattspyrnusambands Evrópu hefur komið fram með yfirlýsingu vegna ummæla Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum. William Gaillard tók það skýrt fram að Mourinho hefði ekkert með það að gera hvaða dómarar yrðu fyrir valinu í leikjum í Meistaradeildinni, en stjórinn hafði gefið það út eftir fyrri leik liðanna á dögunum að sínir menn þyrftu ekki að óttast mistök dómara í síðari leiknum, því hann hefði það eftir áræðanlegum heimildum að Ítalinn Collina myndi dæma þann leik.  Það reyndist engu að síður rétt hjá Portúgalanum, en Knattspyrnusambandið vill taka af allan vafa um að Mourinho hafi haft áhrif á þá ákvörðun "Jose Mourinho hefur ekkert með UEFA að gera og hann á að halda sig við sitt starf og hætta að skipta sér af störfum sambandsins", sagði Gaillard og bætti við; "honum væri nær að koma með útskýringu á því af hverju lið hans mætti of seint til leiks í síðari hálfleik og mættu svo ekki á blaðamannafund eftir leikinn eins og lög gera ráð fyrir". UEFA notaði einnig tækifærið í yfirlýsingu sinni og tók fram að eftir rannsókn hefði komið í ljós að enginn fótur væri fyrir því að Frank Riijkaard, stjóri Barcelona og Anders Frisk dómari hefðu verið að ræða saman í hálfleik - hvorki í búningsklefa Frisk, né Barcelona, eins og Mourinho hélt fram eftir leikinn. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×