Sport

Bolton í Evrópusæti

Bolton tyllti sér í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 0-1 útisigri á Man City en leikið var í Manchester. El-Hadji Diouf skoraði mark Bolton þegar sléttar 45 mínútur voru liðnar af leiknum. Bolton er nú komið í Evrópusæti í deildinni, með 43 stig og notfærðu sér þannig ófarir Middlesbrough sem tapaði 2-0 fyrir Aston Villa um helgina og er því nú í 7. sæti með 42 stig. Liverpool er í 5. sæti einnig með 43 stig eftir 1-0 tap gegn Newcastle. Man City er ekki langt undan, sitja í 12. sæti með 36 stig. Þeir eiga enn séns á Evrópusæti en þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld til að halda fastar í Evrópudrauminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×