Sport

Maier í sögubækurnar

Austuríski skíðamaðurinn Hermann Maier komst á spjöld sögunnar þegar hann vann sigur í risasvigi í Noregi um helgina. Þetta var 50. sigur kappans á ferlinum og komst hann með sigrinum upp að hlið ítalans Alberto Tomba, sem vann einnig 50 sigra á sínum ferli, en aðeins Ingemar Stenmark frá Svíþjóð getur státað af betri árangri í sögunni. Bandaríkjamaðurinn Bode Miller, sem er efstur í stigakeppninni um heimsbikarinn hafnaði í fimmta sæti í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×