Sport

Bellamy fljótur í fréttirnar

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy er ekki lengi að láta til sín taka, þrátt fyrir að vera farinn að leika í öðru landi.  Bellamy vakti gremju fyrrum meðspilara síns eftir leik Celtic og Hibernian um helgina, þegar hann neitaði að taka í höndina á Gary Caldwell hjá Hibs að leik loknum. Caldwell brást hinn versti við og virtist þurfa að halda aftur af sér þegar hann var spurður um atvikið eftir leikinn.  "Ég gekk til hans og vildi þakka honum fyrir leikinn eins og siður er.  Mér fannst Bellamy leika stórvel og því fannst mér enn meiri ástæða til að taka í hönd hans.  Hann hinsvegar virti mig ekki viðlits og sýndi mér mikla vanvirðingu með því að neita að taka í höndina á mér.  Ég vil ekkert meira segja um þetta, annað en það að mér finnst þetta bera vott um slæman karakter og virðingarleysi.  Ég tek alltaf í hönd mótherjanna, þó lið mitt tapi 5-0", sagði Caldwell fúll. Lið Bellamy, Celtic, hafði nokkuð auðveldan 3-1 sigur í leiknum og komst Walesverjinn skapheiti á blað og skoraði eitt markanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×