Sport

Börsungar drjúgir með sig

Leikmenn Barcelona eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað Chelsea. Framherjinn brasilíski, Ronaldinho hefur ekki aðeins lýst því yfir að Barca komist áfram með því að skora á Stamford Bridge annað kvöld - heldur segir hann að öll ensku liðin muni falla úr keppni í vikunni, sem verður að teljast digurbarkaleg yfirlýsing þegar litið er á ágæta stöðu Liverpool og jafnvel Chelsea, þó Manchester United og Arsenal eigi á brattann að sækja fyrir síðari leikina. Samuel Eto´o, félagi Ronaldo hjá Barca, er engu svartsýnni og segist ætla að refsa Chelsea.  Þeir reyndu að fá mig til liðs við sig og ég mun láta þá sjá eftir því. Við förum auðveldlega áfram í keppninni, því við þurfum bara að skora eitt mark á þá og ég ætla að skora það.  Auk þess er vörn okkar betri en sókn þeirra, svo að ég hef engar áhyggjur af þessum leik", sagði hinn mjög svo kokhrausti framherji Barcelona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×