Sport

Maier vann risasvigið

Austurríski skíðakappinn Hermann Maier bætti í morgun enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn er hann vann risasvigskeppni heimsbikarmóts í Kvitfjell í Noregi. Þetta var 50. heimsbikarsigur Maiers á ferlinum, en kappinn vann einnig brunkeppnina sem fram fór í gær. Maier vann á tímanum 1:32.98 mínútur en Dider Defago frá Sviss varð annar á 1:33.81. Daron Rahlves frá Bandaríkjunum hreppti bronsið á 1:33.86. Með sigrinum komst Maier upp að hlið Ítalans Alberto Tomba yfir flesta sigra á heimsbikarmótum í sögunni. Svíinn Ingimar Stenmark er þó enn í sérflokki með 86 sigra, alla í svigi eða risasvigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×