Sport

Barthez neitaði að spila

Franski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Fabian Barthez, lék ekki með liði sínu, Marseille, í frönsku 1. deildinni í gærkvöldi. Í upphitun skömmu áður en Marseille átti að spila við St. Etienne var einhverju kastað úr áhorfendastúkunni í Barthez. Það varð til þess að hann neitaði að spila. Varamarkvörðurinn hóf því leikinn sem Marseille tapaði, 2-0. Marseille er í öðru sæti deildarinnar en missti af tækifærinu að minnka forystu Lyon í fimm stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×