Sport

Bolton í Evrópusæti í kvöld?

Bolton getur tyllt sér í Evrópusæti í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Leikurinn hófst kl. 20.00 og er staðan eftir 15 mínútna leik enn 0-0. Bolton er í 7. sæti deildarinnar með 40 stig og getur notfært sér ófarir Middlesbrough sem tapaði 2-0 fyrir Aston Villa um helgina og er því enn með 42 stig í 6. sæti. Liverpool er í 5. sæti með 43 stig eftir 1-0 tap gegn Newcastle. Man City er ekki langt undan, sitja í 12. sæti með 36 stig og því enn í bullandi séns á Evrópusæti og munu því ekkert gefa eftir á heimavelli sínum glæsilega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×