Sport

Barrichello bjartsýnn á framhaldið

Rubens Barrichello, ökuþór hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, varar fólk við að afskrifa liðið þrátt fyrir slaka byrjun Michael Schumacher á nýhöfnu keppnistímabili á mótinu í Melbourne sem fram fór um helgina. "Við erum komnir til að berjast. Ég naut hverrar sekúndu og þegar nýi Ferrari-bíllinn kemur verður enn skemmtilegra hjá okkur," sagði Barrichello, sem hafnaði í 2. sæti. Schumacher átti hins vegar aldrei möguleika og lauk keppni þegar 15 hringir voru eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×