Sport

Fékk gull á Opna bandaríska

Norðurlandameistarinn í tækvondó, Björn Þorleifsson, vann gullverðlaun í - 78 kílógramma flokki á Opna bandaríska meistaramótinu í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina. Björn vann fimm bardaga og sigraði Ítalann Pacifico Laezza í úrslitaviðureign. Auk Björns kepptu þrír aðrir íslenskir tækvondó-menn í Atlanta en keppendur frá 28 löndum tóku þátt í mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×