Sport

Dennis ósáttur við ökumenn sína

Ron Dennis, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, hefur gagnrýnt ökumenn liðsins eftir dapran árangur í Ástralíukappakstrinum um helgina. Dennis sagði að þeir Kimi Raikönen og Juan Pablo Montoya hafi gert allt of mikið af mistökum, sem hefðu kostað liðið dýrmæt stig í fyrstu keppni ársins. "Við vorum í góðri aðstöðu til að vinna og höfðum hraðann til þess.  Eina liðið sem okkur stafaði ógn af í hraða var Renault liðið, en við náðum ekki að nýta okkur það.  Montoya átti möguleika á öðru sætinu, en klúðraði því með því að aka útaf brautinni og fá drullu á dekkinn, sem hægði mikið á honum.  Kimi Raikönen átti svo lélegt start að það var eiginlega strax útséð með að hann næði ekki langt, enda skemmdi hann síðan bílinn og þá var úti um hans vonir að ná í gott sæti", sagði Dennis óhress.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×