Sport

Tímatökurnar voru farsi

David Coulthard hefur látið hafa eftir sér að breyttar reglur í tímatökunum í Formúlu 1 hafi gert að að verkum að tímatökurnar á laugardaginn hafi verið eins og farsi. Rigning olli ökumönnum miklum vandræðum og þurftu margir  góðir ökumenn að sætta sig við að ræsa mjög aftarlega í keppninni daginn eftir. "Breyttar reglur hentuðu okkur mjög vel á laugardaginn, en mér fannst þetta hálf farsakennt og ég tel að ekki ætti að gefa lakari liðunum of mikla forgjöf.  Það er eins og að láta Chelsea spila bara með 9 menn inni á vellinum af því þeir eru með svo gott lið", sagði skotinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×