Fleiri fréttir

Beckham tæpur

Óvíst er hvort David Beckham getur leikið með Real Madrid í síðari leik liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag

ÍBV gaf leikinn gegn ÍA

Ekkert varð af leik ÍA og ÍBV í Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu sem fram átti að fara í gær þar sem síðarnefnda liðið náði ekki í lið.

Mourinho sigurviss

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að lið sitt sé komið með aðra höndina á meistaratitilinn á Englandi eftir öruggan sigur á Norwich um helgina, en liðið hefur átta stiga forskot í deildinni og á leik til góða á Manchester United og Arsenal.

Slóvaki til Þróttara

Lið Þróttar í Landsbankadeildinni á von á slóvenskum framherja til sín þann 17. mars nk. og mun hann vera hjá liðinu til reynslu í vikutíma.

Fisichella sigraði í Melbourne

Ítalinn Giancarlo Fisichella var maður helgarinnar í Formúlunni, en hann sigraði nokkuð örugglega í fyrstu keppni ársins í Melbourne í Ástralíu

Maradona í aðgerð

Fyrrum knattspyrnusnillingurinn Diego Maradona er nú að jafna sig eftir aðgerð sem framkvæmd var á honum til að minnka í honum magann.

Wenger vill stórstjörnur

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal hefur gefið það út að hann muni aðeins leitast við að kaupa stórstjörnur til liðsins í sumar þegar opnar fyrir leikmannaskiptagluggann á ný.

Buss vill fá Jackson aftur

Jerry Buss eigandi Los Angeles Lakers hefur ekki gefið upp alla von í að lokka fyrrum þjálfara liðsins Phil Jackson til félagsins á ný og hafa þeir þegar átt viðræðufund saman.

Eigandi Red Bull ánægður

Christian Horner, eigandi Red Bull liðsins í Formúlu 1 er í skýjunum eftir frábæran árangur liðs síns í fyrstu keppni ársins í Ástralíu um helgina

NBA - Meistararnir í vanda

Meistarar Detroit Pistons, sem eru nýkomnir af átta leikja sigurgöngu, eru á ferðalagi á vesturströndinni þessa dagana.

Hargreaves vill fara til Spurs

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen hefur lýst yfir áhuga sínum að ganga til liðs við lið Tottenhan Hotspurs í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Maier vann í Lillehammer

Brunkappinn víðfrægi, Hermann Maier frá Austurríki, vann í morgun heimsbikarmót í bruni sem fram fór á óltmpíubrautinni í Lillehammer, Noregi. Maier, sem vann þar með sína fyrstu keppni í Noregi síðan 2001, vann á tímanum 1:46.10 mínútur en landi hans, Mario Scheiber, varð annar á 1:46.23. Ambrosi Hoffmann frá Sviss hreppti svo bronsið á 1:46.41.

ÍA fellur í 2. deild

ÍA sigraði Stjörnuna 84-83 í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gær en fellur engu að síður í 2. deild. Þá lagði Drangur Breiðablik 85-70 og Þór í Þorlákshöfn vann ÍS naumlega, 75-74. Þór Akureyri er í efsta sæti í fyrstu deild með 32 stig en Valur er í öðru sæti með 26. Þar á eftir koma Breiðablik og Stjarnan með 20 stig.

Einar skoraði tvö fyrir Wallau

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Lubeck 34-32 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Wallau er í 10. sæti í deildinni með 24 stig. Félagið á nú í miklum fjárhagskröggum eins og kunnugt er og ekki ljóst hvort það getur haldið áfram keppni, en það skýrist á næstu dögum.

Sunderland á toppinn með sigri

Einn leikur var á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gækvöld. Sunderland sigraði Burnley 2-1 og komst við það í efsta sæti deildarinnar með 69 stig. Wigan og Ipswich eru með 66 stig en eiga leik til góða á Sunderland.

Jafnt hjá Villa og Boro

Jafnt er í hálfleik í leik Aston Villa og Middlesbrough á heimavelli hinna fyrrnefndu í ensku úrvalsdeildinni. Jafnræði hefur verið með liðunum og hafa fá marktækifæri litið dagsins ljós. Bæði lið sigla tiltölulega lygnan sjó í deildinni, en Boro getur með sigri komist upp fyrir Liverpool í 5. sæti deildarinnar. Liverpool á þó þrjá leiki til góða.

Mickelson efstur á Ford-mótinu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Ford-mótinu í golfi sem fram fer í Miami, en hann er á 14 höggum undir pari. Billy Andrade, sem einnig er frá Bandaríkjunum, er í öðru sæti á 12 höggum undir pari.

Hannes skorar fyrir Viking

Hannes Þ. Sigurðsson var á skotskónum og skoraði eitt mark þegar norska liðið Viking sigraði Molde 4-0 í æfingarleik sem fram fór á La Manga á Spáni í gær.

Kahlon og Barr efstir í Tælandi

Harmeet Kahlon frá Indlandi og Ástralinn Scott Barr deila með sér forystunni eftir þrjá hringi á opna tælenska mótinu í golfi sem fram er í Phuket. Kahlon lék þriðja hringinn vel, á 5 höggum undir pari og náði þannig Barr sem byrjaði þriðja hringinn mjög illa en náði þó að bjarga sér fyrir horn og enda á 3 höggum yfir pari.

Ferguson svarar Drogba

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, undrast ummæli Didier Drogba, framherja Chelsea, um að síðarnefnda liðið sé þegar búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. "Sumir leikmenn Chelsea hafa verið að tala um að liðið hafi þegar landað titlinum. Slíkt tal er ótímabært", sagði Ferguson.

Góður sigur hjá Villa

Aston Villa vann í dag góðan heimasigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir markalausan og fremur tíðindalausan fyrri hálfleik braut danski varnarmaðurinn Martin Laursen ísinn með skot úr vítateig eftir fyrirgjöf Nolberto Solano á 64. mínútu. Luke Moore tryggði svo sigur Villa um tíu mínútum fyrir leikslok.

Lemgo undir í hálfleik

Celje Laskov frá Slóveníu hefur hefur betur í hálfleik gegn Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Lemgo byrjaði betur og leiddi framan af en undir lok hálfleiksins kom skelfilegur leikkafli heimamanna sem Slóvenarnir færðu sér í nyt og leiða þeir í hálfleik, 16-17.

ÍR-ingar yfir í hálfleik

ÍR-ingar hafa betur í hálfleik gegn KA í viðureign liðanna í DHL-deilda karla í handbolta. Jafnræði var með liðunum megnið af hálfleiknum en góður varnarleikur og enn betri markvarsla Ólafs Gíslason varð þess valdandi að ÍR fer með fjögurra marka forystu í hálfleikinn, 19-15.

Bayern yfir gegn Bremen

Bayern Munchen hefur eins marks forystu í hálfleik gegn meisturum Werder Bremen í þýsku bundesligunni í knattspyrnu. Fyrirliði Bæjara, Michael Ballack, skoraði eina mark leiksins hingað til strax á 7. mínútu. Schalke, sem er í harðri baráttu við Bayern á toppi deildarinnar, hefur yfir gegn Bochum á útivelli, en liðin hafa bæði 47 stig á toppnum.

Logi og félagar lágu heima

Logi Geirsson og félagar í þýska stórliðinu Lemgo eru að öllum líkindum á leið út úr meistaradeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Celje Laskov frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. Lokatölur urðu 29-33 eftir að Celje höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Logi var meðal bestu manna Lemgo í leiknum og skoraði 6 mörk.

Mikilvægur sigur hjá ÍR

ÍR-ingar unnu í dag mikilvægan sigur á KA-mönnum í DHL-deild karla í handbolta. Lokatölur urðu 35-32 eftir ÍR hafði leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 19-15. Sigurinn var sanngjarn og fleytti ÍR-ingum upp fyrir KA og upp að hlið HK og Valsmanna á stigatöflunni með 12 stig. Haukar eru á toppnum með 13 stig, og leika þessa stundina gegn ÍBV.

Markaþurrð í enska boltanum

Aðeins eitt mark hefur litið dagsins ljós í þeim fimm leikjum sem fara þessa stundina fram í ensku úrvalsdeildinni, en hálfleikur stendur nú yfir. Thierry Henry skoraði markið fyrir Arsenal gegn Portsmouth á 39. mínútu en allt er í járnum hjá Manchester United og Crystal Palace annars vegar og Newcastle og Liverpool hins vegar.

Meistararnir úr leik

Slóvakar unnu í dag Spánverja í Davis-bikarnum í tennis þegar Karol Beck og Michael Mertinak báru sigurorð af Albert Costa og Rafael Nadal í tvíliðaleik. Þar með var ljóst að 3-0 forysta Slóvaka nægir þeim til að komast í 8-liða úrslit keppninnar og núverandi meistarar, Spánverjar, eru úr leik.

Bayern og Schalke unnu bæði

Baráttan harðnar á toppi þýsku bundesligunnar í knattspyrnu. Bayern Munchen vann Werder Bremen 1-0 á heimavelli með marki Michael Ballack á 7. mínútu og Schalke vann öruggan 0-2 útisigur á Bochum með mörkum Brasilíumannanna Ailton og Lincoln. Liðin fylgja því hvort öðru eins og skugginn á toppi deildarinnar og eru bæði með 50 stig.

Jimenez leiðir í Dubai

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez hefur eins höggs forystu á Ernie Els frá Suður-Afríku þegar þrír hringir hafa verið leiknir á "Eyðimerkurmótinu" svokallaða í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Jimenez lék þriðja hringinn á 68 höggum og er á 200 höggum samtals.

Newcastle áfram á sigurbraut

Newcastle hélt í dag góðu gengi sínu áfram með mikilvægum 1-0 sigri á Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var í járnum mest allan tímann en markið sem réð úrslitum skoraði Frakkinn Laurent Robert á stórglæsilegan hátt úr aukaspyrnu á 69. mínútu.

ÍR lagði KA

KA-menn sóttu ekki gull í greipar ÍR-inga í Austurbergi í gær, en heimamenn höfðu yfir allan leikinn.

Chelsea í góðum málum

Chelsea er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og þar að auki hefur liðið leikið einum leik færra en Man. Utd.

Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko

Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af.

Úrslit í NBA-körfuboltanum í nótt

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat báru sigurorð af New Jersey Nets á útivelli, 106-90. Dwayne Wade var stigahæstur í liði Heat með 27 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar.

Shaun Wright-Phillips meiddur

Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City, meiddist illa á hné í leik gegn Norwich á mánudagskvöldið.

Wenger með mikið álit á Almunia

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að spænski marðvörðurinn Manuel Almunia, sem liðið keypti frá Celtta Vigo á síðasta ári, muni sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í honum býr.

Mikið áfall fyrir Aston Villa

Lið Aston Villa varð fyrir áfalli á æfingu í gær þegar framherjinn Juan Pablo Angel meiddist á ökkla.

Cardiff í fjárhagskröggum

Lið Cardiff City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, á í miklum fjárhagsörðugleikum um þessar mundir.

Williams vill Tyson aftur

Breski hnefaleikakappinn Danny Williams hefur farið þess á leit við Mike Tyson að þeir mætist á nýjan leik í hringnum.

Markvarðaleit United heldur áfram

Markvarðarleit Manchester United heldur áfram en nýlega bættist Jose Felipe Moreira í hóp þeirra leikmanna sem Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester-liðsins, ku renna hýru auga til.

Tapar Woods fjórða árið í röð?

Boxarinn Clinton Woods er vongóður um að næla sér í sinn fyrsta titil í kvöld er hann mætir Rico Hoye í viðureign um IBF-heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt.

Sigurvin í beinni á morgun

Sigurvin Ólafsson verður sérstakur gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net sem verður í loftinu á morgun á X-FM milli 12 og 14.

Sjá næstu 50 fréttir