Sport

Els vann í Dubai

Ernie Els frá Suður-Afríku vann í dag Desert Classic mótið í golfi sem fram fór í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í þriðja sinn á ferlinum. Sigur Els var dramatískur í meira lagi og segja má að hann hafi rænt honum af Spánverjanum Miguel Angel Jimenez, sem hafði verið í forystu lengst af. Els fékk örn (tvö högg undir pari) á síðustu holunni á meðan Jimenez fékk par, þrátt fyrir að komast inn á flöt í tveimur höggum, en 18. holan á Majlis-vellinum er par 5. Jimenez þrípúttaði hins vegar og endaði því á einu höggi meira en Els og jafn Stephen Dodd frá Wales í öðru sæti. Els lauk keppni á samtals 19 höggum undir pari. Skotinn Colin Mongomerie varð fjórði á samtals 16 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×