Sport

KR sigraði Þrótt

Fjórir leikir voru í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. KR sigraði Þrótt, 3-1. Arnar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir KR og Sigmundur Kristjánsson eitt. Páll Einarsson skoraði fyrir Þrótt. Breiðablik sigraði Fylki, 2-1. Steinþór Þorsteinsson og Ellert Hreinsson skoruðu mörk Breiðabliks en Björgólfur Takefusa fyrir Fylki. Fram og Völsungur gerðu markalaust jafntefli en ÍBV sigraði Þór með þremur mörkum gegn einu. Ian Jeffs, Steingrímur Jóhannesson og Bjarni Rúnar Einarsson skoruðu mörk Eyjamanna en Vilmar Freyr Sævarsson mark Þórs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×