Fótbolti

Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luis Diaz fagnar marki sínu að hætti Diogo Jota, sem var liðsfélagi hans hjá Liverpool. 
Luis Diaz fagnar marki sínu að hætti Diogo Jota, sem var liðsfélagi hans hjá Liverpool.  Daniela Porcelli/Getty Images

Harry Kane og Luis Diaz voru á skotskónum fyrir Bayern München er liðið tryggði sér þýska Ofurbikarinn í kvöld.

Þýskalandsmeistarar Bayern heimsóttu þýsku bikarmeistarana í Stuttgart í þýska Ofurbikarnum í kvöld.

Harry Kane kom Bayern München yfir með marki á 18. mínútu leiksins, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Bayern í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo Luis Diaz, sem er nýgenginn í raðir Bayern frá Liverpool, sem tvöfaldaði forystu liðsins eftir undirbúning frá Serge Gnabry á 77. mínútu.

Jamie Leweling klóraði í bakkann fyrir Stuttgart á þriðju mínútu uppbótartíma, en þá var það orðið of seint og liðsmenn Bayern fögnuðu þýska Ofurbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×