Sport

Hamann vildi Völler áfram

Þýski miðvallarleikmaðurinn, Dietmar Hamann, er vonsvikinn vegna ákvörðunar Rudis Völler að hætta stjórnun þýska landsliðsins í kjölfar slælegs gengis á EM í Portúgal. Hamann, sem leikur með Liverpool, segist þess fullviss að Völler ætti nóg eftir í starfi þrátt fyrir hrakfarirnar: "Ég hef sagt það áður að hann er besti þjálfarinn fyrir þetta lið sem völ er á og ég segi það enn," sagði Hamann og bætti við: "Við þurfum stöðugleika til að komast fram á við. Það er alltaf niðurdrepandi að komast ekki áfram úr riðlakeppninni en nú verðum við einfaldlega að standa þétt við bakið á hvor öðrum og halda höfðinu uppréttu - það er það eina sem við getum í stöðunni." Þjóðverjar halda næstu heimsmeistarakeppni sem fram fer eftir tvö ár og Hamann veit sem er að þá verður pressan rosaleg á þýska liðið: "Við eigum góða þjálfara og efnilega leikmenn og nú fáum við tvö ár til að byggja okkur upp. Við þurfum að hreinsa hugi okkar og gleyma vonbrigðunum nú og líta fram á veginn," sagði Dietmar Hamann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×