Sport

Þriðja tap Keflvíkinga í röð

Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld þegar Grindavík vann nágrannaslag liðanna í Grindavík, 3-2. Keflvíkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark þriðja leikinn í röð en markatala Keflavíkur í þessum þremur leikjum er 2-9. Grindvíkingar komust upp fyrir Keflvíkinga í 6. sæti Landsbankadeildar karla. Fyrsta mark Grindvíkinga var sjálfsmark Sreten Djurovic á 25. mínútur en Orri Freyr óskarsson kom liðinu síðan í 2-0 13 mínútum síðar en bæði mörkin komu eftir sendingar Grétars Hjartarsonar. Sreten Djurovic bætti fyrir sjálfsmarkið með því að minnka muninn rétt á eftir að Grindvíkingar komust í 2-0. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson skoraði þriðja mark Grindavíkur á 60. mínútu en Keflvíkingar minnkuðu muninn með marki Zoran Daníel Ljubicic og sóttu síðan stíft á lokamínútunum en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×