Sport

Holland komið í undanúrslit

Hollendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM í kvöld þegar þeir sigruðu Svía í vítaspyrnukeppni. Hollendingar munu mæta heimamönnum í Portúgal í undanúrslitum. Leikurinn var annars bráðfjörugur. Hollendingar réðu ferðinni frá upphafi en Svíar kusu að liggja til baka, leyfðu Hollendingum að sækja og sóttu síðan hratt. Sú taktík gekk vel upp hjá Svíum því þeir héldu hreinu út leikinn og framlenginguna. Hollendingar fengu reyndar ágæt færi en framherjar liðsins voru ekki á skotskónum. Svíar áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir sem hefðu vel getað skilað marki en gerðu ekki. Vítaspyrnukeppni þurfti því til að fá sigurvegara. Bæði lið skoruðu úr fjórum af fimm spyrnum sínum og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar steig fyrstur á stokk fyrirliði Svía, Olof Mellberg, en Edwin van der Sar, markvörður Hollendinga, gerði sér lítið fyrir og varði frá honum. Hinn tvítugi Arjen Robben gat því tryggt Hollendingum sigur og það gerði hann af miklu öryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×