Sport

Gylfi skoraði sitt sjötta mark

Gylfi Einarsson skoraði sjötta mark sitt í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar lið hans, Lilleström, sigraði Brann með fimm mörkum gegn einu í Björgvin. Í heildina er Gylfi búinn að skora 10 mörk í norska boltanum á þessari leiktíð. Hann hefur skorað í fimm leikjum í röð og Lilleström er komið í 2. sætið í deildinni, 5 stigum á eftir Tromsö. Hægt er að hlusta á viðtal við Gylfa, sem Arnar Björnsson tók við hann í eittfréttum Bylgjunnar í dag, með því að smella á hátalarann við fréttina á forsíðunni. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×