Sport

KR mætir Shelbourne

KR mætir írsku meisturunum Shelbourne í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna fer fram hér heima miðvikudaginn 14. júlí og sá síðari miðvikudaginn 21. júlí. ÍA lék gegn Shelbourne í Evrópukeppninni árið 1995 og sigraði samanlagt 6 - 0 í leikjunum tveimur, 3-0 heima og 3-0 í Dyflinni. KR-ingurinn Bjarki Gunnlaugsson, sem þá lék með ÍA, skoraði eitt markanna sex. Takist KR að slá út Shelbourne mætir liðið Hajduk Split frá Króatíu í annarri umferð forkeppninnar. Fyrri leikurinn fer fram úti 28. júlí og sá síðari 4. ágúst. Nú í hádeginu verður dregið í UEFA-bikarnum en ÍA og FH leika í forkeppni UEFA-bikarsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×