Sport

Lippi byrjar í Laugardalnum

Það verður Marcello Lippi sem tekur við af Giovanni Trapattoni sem þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu en eins og kunnugt er sátu Ítalir eftir í C-riðli Evrópukeppninnar þar sem Svíar og Danir fóru í átta liða úrslit. Lippi hefur fetað svipaða slóð og Trapattoni, gerði Juventus fimm sinnum að ítölskum meisturum gegn sex skiptum hjá Trappattoni með sama liði. Lippi er 56 ára, níu árum yngri en Trapattoni sem hefur ekki náð góðum árangri með ítalska landsliðið en hann hefur stjórnað því í fjögur ár. Lippi lét af störfum sem þjálfari Juventus eftir tímabilið en liðið endaði í þriðja sæti, 13 stigum á eftir meisturunum í AC Milan. Fyrsti landsleikur Ítala undir stjórn Lippi verður væntanlega gegn Íslendingum í Laugardalnum, 18.ágúst næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×