Sport

Fylkir úr leik í Evrópukeppni

Fylkir er úr leik í Intertoto-keppninni í knattspyrnu. Liðið tapaði með einu marki gegn engu fyrir belgíska liðinu Gent á Laugardalsvelli. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Gent 2-1. Sandy Martens skoraði mark Gent á 26. mínútu með skoti úr markteig eftir aukaspyrnu. Gent réði lögum og lofum á vellinum allan leiktímann og sáu Fylkismenn vart til sólar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×