Sport

Tékkar komnir í undanúrslit

Tékkar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM er þeir unnu sannfærandi sigur á Dönum, 3-0. Milan Baros var hetja þeirra en hann skoraði tvö mörk og Jan Koller eitt. Tékkar mæta Grikkjum í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur var slakur og tíðindalítill en hlutirnir gerðust í síðari hálfleik. Koller skoraði fyrst með góðum skalla á 49. mínútu en eftir það var röðin kominn að Baros. Hann fékk tvær laglegar stungusendingar á 63. og 65. mínútu.Fyrri sendingin var frá Karel Poborsky en hin síðari frá Pavel Nedved. Baros skilaði þeim báðum í netið á glæsilegan hátt. Frammistaða Tékkana var mjög sannfærandi og þeir eru eflaust margir sem spá því eftir þennan leik að Tékkar fari alla leið. Þeir hafa klárlega getuna til þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×