Sport

Danir teknir silkihönskum heima

Dönsku blöðin fóru mildum höndum um danska landsliðið eftir 0-3 tap þess gegn Tékkum í átta liða úrslitum á EM í Portúgal. Blöðin eru flest á því að árangur liðsins á EM hafi verið góður og það eitt og sér að komast í átta liða úrslitin hafi verið sigur því mörgum stórþjóðum tókst það ekki - til að mynda Ítalíu, Þýskalandi. "Sextán mínútur í helvíti gerðu útslagið," skrifaði Frits Christensen í grein í Jótlandspóstinum en var að öðru leyti sáttur með gang mála en mörk Tékka í leiknum komu einmitt öll á sextán mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Dönum hefur gengið skelfilega með Tékka í gegnum tíðina og aðeins tekist að leggja þá að velli einu sinni í nítján tilraunum og það kann einnig að útskýra ljúfa meðferð fjölmiðlanna að þessu sinni. Hins vegar verður að benda á það að Tékkar eru einfaldlega með betra lið en Danir og það virðast þeir vita og sætta sig við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×