Sport

KA lagði KR

KA-menn unnu sinn fyrsta heimasigur á tímabilinu í dag þegar Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn til Akureyrar. KA vann 3-2. Leikurinn var mjög líflegur og bæði lið léku til sigurs. Jóhann Þórhallsson, framherji KA, vaknaði loksins og skoraði tvö mörk fyrir KA í dag en hann hafði ekkert skorað í fyrstu sjö umferðum Landsbankadeildarinnar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði einnig fyrir KA. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Ágúst Gylfason skoruðu fyrir KR og mark Ágústar kom úr vítaspyrnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×