Sport

Markus Merk dæmir úrslitaleikinn

Þýski knattspyrnudómarinn Markus Merk dæmir úrslitaleik EM í Portúgal á sunnudag. Markus Merk er 42 ára tannlæknir frá Kaiserslautern en honum til aðstoðar í úrslitaleiknum verða landar hans, Christian Schraer og Jan-Hendrik Salver. Þar með sló Merk við Svíanum Anders Frisk og Ítalanum Pierluigi Collina en þessir þrír hafa verið í nokkrum sérflokki á EM. Frisk og Collina dæma á hinn bóginn sitthvorn undanúrslitaleikinn sem fara fram á miðvikudag og fimmtudag. Frisk mun dæma leik Tékka og Grikkja en Collina leik Portúgala og Hollendinga. Svissneski dómarinn Urs Meier var fyrir leik Portúgala og Englendinga í átta liða úrslitunum, oft nefndur í sömu andrá og ofantaldir dómarar en frammistaða hans í þeim leik var umdeild og hefur líklega orðið þess valdandi að fram hjá honum var gengið að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×