Sport

FH til Wales en ÍA til Eistlands

Nú í hádeginu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en tvö íslensk lið, FH og ÍA, voru í pottinum. FH drógst gegn velska liðinu Haverfordwest County en Skagamenn fara til Eistlands og mæta.FC TVMK Tallinn. FH-ingar voru mjög heppnir með andstæðinga en Haverfordwest County endaði í þriðja sæti í velsku deildinni á síðasta tímabili á eftir Rhyl og TNS Llansantffraid. Haverfordwest County hefur hvorki orðið meistari né bikarmeistari í Wales. Þetta er í fyrsta sinn sem Haverfordwest County tekur þátt í evrópukeppni en félagið féll úr velsku 1. deildarinnr fyrir þremur árum. Skagamenn fá erfiðara verkefni en FC TVMK Tallinn endaði í öðru sæti í eistnesku deildinni á síðasta tímaibli. FC TVMK Tallinn tapaði bikarúrslitaleiknum í vor, 0-3, gegn meisturunum í FC Levadia Tallinn. FC TVMK Tallinn hafði unnið bikarinn í vítaspyrnukeppni árið á undan. Liðið er sem stendur í þriðja sæti eistnesku deildarinnar. FC TVMK Tallinn hefur tekið þátt í forkeppni ÚEFA-keppninnar síðustu tvö ár, datt 1-4 út fyrir danska liðinu OB í fyrra og síðan datt liðið1-5 út fyrir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi 2002. Það er samt ljóst að bæði lið eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í næstu umferð því móherjarnir gætu hafa orðið mun erfiðari. UEFA-keppnin er breytt og nú eru tvær umferðir í forkeppni og því mjög nauðsynlegt að bæði ÍA og FH komist áfram í næstu umferð. FH spilar fyrri leikinn ytra en Skagamenn spila sinn fyrri leik á Akranesvelli.  Fyrri leikirnir fara fram fimmtudaginn 15. júlí og þeir síðari tveimur vikum síðar, eða fimmtudaginn 29. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×