Sport

Minna æft í Madrid

Enski landsliðsfyrirliðinn, David Beckham, er á því að slök frammistaða hans á EM í Portúgal sé að hluta til að kenna lélegu líkamlegu formi sem megi rekja til lélegs æfingaprógramms hjá Real Madrid: "Mér finnst við ekki æfa nærri því eins mikið í Madrid og ég var vanur í Manchester," sagði Beckham og bætti við: "Þannig er það einfaldlega á Spáni. Ég fann mig ekki vel á seinni hluta síðasta tímabils og kannski hafði það áhrif á frammistöðuna á EM." Þessi ummæli munu væntanlega falla í grýttan jarðveg hjá forráðamönnum Real Madrid en Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, tók í sama streng og Beckham: "Þegar við vorum í æfingabúðum á Sardiníu rétt fyrir mót þá var það alveg ljóst að David var ekki í sínu besta formi. Honum hefur farið aftur á þessu ári sem hann er búinn að vera í herbúðum Real Madrid og þarf að bæta líkamsástandið," sagði Sven Göran Eriksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×