Sport

Van der Saar er létt

Edwin van der Saar, markvörður Hollendinga, segir að það hafi verið mikill léttir og enn meiri ánægja sem fylgdi því að liðið náði loksins að hafa betur í vítaspyrnukeppni. Van der Saar hafði þrisvar áður verið í tapliði Hollands í vítakeppnum; gegn Frakklandi 1996, Brasilíu 1998 og Ítalíu árið 2000. Segir markvörðurinn knái að blokkað hafi verið á allar þessar minningar í leiknum gegn Svíþjóð. "Það hlaut að koma að því að við ynnum," sagði Van der Saar brosandi eftir leikinn í fyrradag. "Ef við hefðum tapað einu sinni enn hefði ég líklega lagt skóna á hilluna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×