Sport

Vanvirtu friðhelgi einkalífsins

UEFA hefur snúist til varnar fyrir hönd svissneska dómarans Urs Meier sem hefur verið tekinn af lífi af stórum hluta ensku pressunnar eftir leik Englands og Portúgals í átta liða úrslitum EM. Pressan í Englandi kennir Meier um tapið gegn Portúgal og segja að hann hafi dæmt af fullkomlega löglegt mark sem Sol Campbell "skoraði" í blálok leiksins. Meier dæmdi John Terry brotlegan um leið og Campbell skoraði og því markið ekki gilt en sitt sýnist hverjum um þann dóm. Nú hefur UEFA gefið það út að sambandinu finnist hluti ensku pressunnar hafi farið offari í þessu máli: "Við erum vonsviknir vegna hegðunar sumra kollega ykkar, sérstaklega í máli Urs Meier," sagði Volker Roth, nefndarformaður innan UEFA, á blaðamannafundi í gær. Hann bætti síðan við."Eftir langt starf innan UEFA er ég orðinn vanur að eiga samstarf við fjölmiðla, jafnvel gulu pressuna, en í máli Urs Meier nú hafa sumir fjölmiðlar gengið alltof langt og sumt sem þeir hafa gert er gjörsamlega óásættanlegt. Þeir hafa vanvirt friðhelgi einkalífs Meiers, gefið upp heimilisfang hans, sýnt myndir af bílnum hans og konu hans og þetta er óásættanlegt. Samstarf UEFA og Urs Meier við fjölmiðla hefur verið opið og gott síðastliðin fjögur ár en með sama áframhaldi er allt eins víst að það verði endurskoðað vandlega," sagði Volker Roth og var ekki glaður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×