Sport

Fylkir mætir Gent í dag

Fylkismenn mæta í dag belgíska liðinu Gent í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar. Gent vann fyrri leikinn 2-1 þar sem öll mörk leiksins komu úr vítaspyrnum. Finnur Kolbeinsson jafnaði þá leikinn fyrir Fylki úr víti á 76. mínútu en sigurmark Belganna kom á lokamínútunni úr þriðja víti leiksins. Fylki nægir 1-0 sigur til að komast í 2. umferð keppninnar og Árbæingar eiga því ágæta möguleika á að komast áfram en Gent-liðið endaði í 9. sæti belgísku deildarinnar í fyrra. Fylkismenn ætla að eiga góðan dag í Laugardalnum í dag. Þeir byrja að hita upp við Sparisjóð vélstjóra kl. 11:00 með SS pylsum og Coke en fríar rútuferðir í boði SPV verða frá Blásteini kl. 13:15. Miðaverð: Kr. 1.200 fyrir 16 ára og eldri, kr. 500 fyrir 9-15 ára en frítt er fyrir börn 8 ára og yngri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×