Sport

Valsmenn efstir í 1. deild

Sjöunda umferðin í 1. deild karla í knattspyrnu var leikin í gær. HK sigraði Þrótt á Valbjarnarvelli , 1 - 0, en það var Viktor Viktorsson sem skoraði mark HK manna. Pétur Sigurðsson kom Blikum yfir gegn Val í Kópavogi en Mattíhas Guðmundsson jafnaði leikinn fyrir Val, 1 - 1, sem urðu lokatölur í Kópavogi. Njarðvík og Þór gerðu markalaust jafntefli, Fjölnir átti góða ferð í Garðabæ og vann Stjörnuna, 3 - 2. Á Húsavík gerðu Völsungur og Haukar jafntefli, 1 - 1. Valsmenn eru efstir í deildinni með 17 stig að loknum sjö umferðum. HK er í öðru sæti, stigi á eftir Vali með 16 stig. Njarðvík er í þriðja sæti með 13 stig, Breiðablik í því fjórða einnig með 13 stig. Þór er í fimmta sæti með 10 stig og Þróttur í sjötta sæti með 8 stig. Fjölnir er í sjöunda sæti með 5 stig, Völsungur í því áttunda með 5 , Haukar í níunda með 5 stig og Stjarnan á botninum með 4 stig. Það er því ljóst að það stefnir í hörkukeppni í fyrstu deildinni jafnt á toppi sem á botni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×