Fleiri fréttir

Nuuk ein­angruð næstu vikuna

Landsstjórn Grænlands hefur bannað allar ferðir frá höfuðborginni Nuuk og til annarra staða í landinu í tilraun til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í höfuðborginni. Þó er kannað hvort mögulegt sé að opna á ferðir frá Nuuk og til Danmerkur.

Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra

Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Castillo lýsir yfir sigri í Perú

Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Perú. Andstæðingur Castillo, Keiko Fujimori, hefur sakað hann um kosningasvindl.

Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa

Ísraels­menn gerðu loft­á­rás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að í­kveikju­sprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu.

Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik

Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum.

Tveir til við­bótar smitaðir á Græn­landi

Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.

Fresta afléttingum um mánuð

Loka­skrefi í af­léttingar­á­ætlun Eng­lendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar sam­komu­tak­markanir átti að af­nema þann 21. júní en vegna bak­slags í far­aldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega.

Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario

Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar.

Segir Banda­ríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins.

G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna

Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni.

Suu Kyi dregin fyrir dóm

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi.

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Pottaplanta selst á 2,3 milljónir króna

Níu blaða pottaplanta seldist í gær á jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna á nýsjálenskri uppboðssíðu. Um er að ræða dýrustu inniplöntu sem selst hefur á síðunni.

Faraldurinn virðist í rénun... í bili

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í rénun víðast hvar í Bandaríkjunum en sérfræðingar eru engu að síður uggandi vegna þess hversu margir hyggjast ekki ætla að þiggja bólusetningu.

Sam­þykktu myndun nýrrar ríkis­stjórnar án Netanja­hús

Ísraelska þingið samþykkti fyrir skemmstu myndun nýrrar ríkisstjórnar undi forystu Naftali Bennett og Jaír Lapíd. Benjamín Netanjahú, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Ísraels síðustu tólf ár, er því á leið úr embætti.

Atten­bor­ough fundar með leið­togum G7 í dag

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag.

Ör­lög Netanja­hús ráðast í dag

Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels.

Minnst 13 særðir eftir skot­á­rás í Texas

Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir.

Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn

Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina.

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

„Guð minn góður, ég er í gini hvals“

Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið.

Lýð­ræðis­bar­áttu­kona leyst úr fangelsi

Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019.

Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu

Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst.

Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk

Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Sjá næstu 50 fréttir