

Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út.
Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar.
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, var í morgun dæmdur sekur um margþætta spillingu á meðan hann sat í embætti.
Fyrstu kappræðurnar, sem haldnar verða fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, munu fara fram í borginni Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi.
Heildarfjöldi greindra tilfella kórónuveirunnar á heimsvísu er nú orðinn meiri en sextán milljónir og hafa yfir 650 þúsund látist vegna veirunnar.
Norðmenn flykkjast nú yfir landamærin til Svíþjóðar til þess að versla í matinn.
Bandaríkjamenn yfirgáfu í morgun ræðisskrifstofu sína í kínversku borginni Chengdu. Kínversk stjórnvöld skipuðu Bandaríkjunum að loka skrifstofunni eftir að Bandaríkjamenn létu loka ræðisskrifstofu Kínverja í Houston.
Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið.
Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa.
Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina
Köttur í Englandi greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 nú á dögunum eftir að hafa farið í sýnatöku í síðustu viku.
Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður.
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar.
Vonir eru bundnar við að algert vopnahlé sem tók gildi í dag geti bundið enda á hernaðarátök í austanverðri Úkraínu. Um 13.000 manns hafa fallið í átökum úkraínskra stjórnarhersins og uppreisnarmanna.
Tveir rússneskir skipverjar á togaranum Karelia hafa verið lagðir inn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum vegna Covid-19.
Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði.
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni.
Stjórnvöld í Súdan hyggjast senda fleiri hermenn til Darfur héraðs en þar hefur ofbeldisalda risið enn á ný.
Starfsfólk bandarísku ræðisskrifstofunnar í Chengdu í Kína yfirgaf í morgun starfsstöð sína og hélt heim til Bandaríkjanna.
Þjóðverjar hafna þeirri hugmynd að hleypa Rússum aftur inn í hóp G7 ríkjanna, hóp áhrifamestu ríkja heims.
Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð.
Sjálfboðaliði, sem hefur í tvígang verið handtekinn í tengslum við brunann í dómkirkjunni í frönsku borginni Nantes, hefur játað verknaðinn að sögn lögmanns mannsins.
Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. De Havilland vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress.
undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja.
Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.
Hanna, fyrst fellibylur Atlantshafsins á þessu ári, náði landi í Texas í bandaríkjunum í nótt.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins.
Lögreglan í frönsku borginni Nantes hafa handtekið 39 ára gamlan sjálfboðaliða í annað sinn í tengslum við brunann í dómkirkju borgarinnar í síðustu viku.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum.
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin er látinn 88 ár að aldri. Philbin sem kom víða að í skemmtanabransanum lést á heimili sínu í morgun af völdum hjartaáfalls.
Þrjú eru látin eftir að lítil flugvél hrapaði á íbúðarhúsnæði í þýska bænum Wesel.
Jóakim prins hefur verið lagður inn á háskólasjúkrahúsið í frönsku borginni Toulouse þar sem hann hefur gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila.
Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag.
Peter Green annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn 73 ára að aldri.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni.
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum.
Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku.
Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans.
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi.
British Airways krafði farþega til Íslands um framvísun neikvæðs kórónuveiruprófs fyrir brottför, þrátt fyrir að skimanir séu framkvæmdar á landamærunum. Félagið hefur beðist afsökunar.
Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá.
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands.