Erlent

Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Olivia de Havilland á fimmta áratugnum.
Olivia de Havilland á fimmta áratugnum. Getty/ Pictorial Parade

Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress.

De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar.

De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.