Fleiri fréttir

Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi

Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum.

Trump rekur eftir­lits­mann sem gagn­rýndi stöðu heil­brigðis­kerfisins

Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós.

Kim mættur aftur til starfa

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar.

Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins

Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma.

Kim sagður hafa komið fram opinberlega

Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga.

Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum.

Telja ógerning að virða tveggja metra reglu á flugvöllum

Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana.

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Lög­reglan í Ástralíu skaut á­rásar­mann til bana

Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir.

Los Angeles býður upp á fría skimun

Borg englanna, stærsta borg vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles verður brátt fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að bjóða fríar skimanir vegna kórónuveirunnar.

Forsætisráðherra Rússlands með Covid-19

Forsætisráðherra Rússlands þarf að draga sig í hlé vegna Covid-19 sýkingar. Andrey Belousov mun gegna forsætisráðherraembættinu í fjarveru Mishustins.

Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna.

Faraldurinn enn í vexti í Rússlandi

Fleiri en 100.000 manns hafa nú greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Rússlandi. Greint var frá mestri daglegri fjölgun nýrra smita frá upphafi faraldursins í dag. Vladímír Pútín forseti varar við því að faraldurinn hafi enn ekki náð hámarki sínu.

Fundu tugi líka í flutningabílum í New York

Lögreglan í New York fann í gær tugi rotnandi líka í flutningabílum fyrir utan útfararstofu í borginni í gær. Það var eftir að nágrannar hringdu í lögreglu og kvörtuðu undan miklum daun frá bílunum.

Banna Hezbollah í Þýskalandi

Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Ekkert nýtt innanlandssmit í Suður-Kóreu

Engin innanlandssmit greindust í Suður Kóreu í gær í fyrsta sinn síðan kórónuveiruaraldurinn hófst en hann varð snemma skæður þar í landi þótt yfirvöld hafi fengið mikið lof fyrir það hvernig tekið var á málum þar.

Dreifa kjúklingaskít til að koma í veg fyrir hópamyndun

Yfirvöld sænsku borgarinnar Lundar á Skáni munu grípa til þess ráðs að dreifa kjúklingaskít um almenningsgarð borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir myndun hópa þegar Valborgarmessu er fagnað aðfaranótt 1. maí.

Tom Hagen í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018.

Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf

Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi.

Fjórir særðust í hnífaárás í Hanau

Ekki er ljóst hvað hópi manna sem stakk og særði fjóra vegfarendur gekk til í borginni Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Lögregla telur þó ekkert benda til þess að árásirnar tengist fjöldamorði kynþáttahatara á fólki ef erlendum uppruna í borginni í febrúar.

Johnson og Symonds eignuðust dreng

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel.

Stefna á að prófa 100 þúsund á dag fyrir veirunni

Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að á morgun verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag.

Trump stöðvar lokun sláturhúsa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins.

Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn

Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn.

Sjá næstu 50 fréttir