Fleiri fréttir

Yfirmaður eþíópíska hersins myrtur

Yfirmaður eþíópíska hersins, Seare Mekonnen, hefur verið skotinn til bana í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. BBC greinir frá því að hann hafi verið að reyna að koma í veg fyrir valdarán í Amhara-héraði í norðurhluta Eþíópíu.

Gerðu tölvuárás á vopnakerfi íranska hersins

Bandaríkin gerðu tölvuárás á vopnakerfi Íran á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hætti við loftárásir á landið á síðustu stundu. Tölvuárásin lamaði tölvukerfi sem stýra eldflaugavarnakerfi Írans.

Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson

Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast.

Georgíumenn kalla eftir kosningum

Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga.

Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.