Fleiri fréttir

Fleiri lönd beita dauðarefsingum

Að minnsta kosti fjögur lönd sem ekki hafa gripið til dauðarefsinga í mörg ár tóku upp á því að nýju á síðasta ári. Þetta eru Indland, Japan, Pakistan og Gambía.

Íranir smíða tímavél

Fjölmiðlar í Íran greina frá því í dag að þarlendir vísindamenn hafi sigrast á tímanum og þróað tímavél sem horfir átta ár fram í tímann.

Amma vann fimm milljarða í happdrætti

Rúmlega fimmtug amma í Kanada fagnaði á dögunum sjö réttum tölum í happdrætti. Hún taldi sig hafa unnið fjörutíu þúsund dollara eða það sem nemur tæpum fimm milljónum íslenskra króna.

Sérsveit drap gíslatökumann

Sérsveit lögreglunnar í Georgíu í Bandaríkjunum skaut og drap vígamann sem tekið hafði fjóra slökkviliðsmenn í gíslinu á heimili sínu í gærkvöld.

Blaðamaður vill fá dagbækur Hitlers

Fyrir 30 árum komst upp um einhverja mestu fölsun sem sögur fara af, þegar þýska tímaritið Stern greiddi 730 milljónir fyrir Dagbækur Hitlers.

Stjórnarskipti eru í kortunum

Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn fengju samtals 87 þingsæti og hreinan meirihluta á norska þinginu ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir TV 2.

Stakk fjórtán með hnífi

Rúmlega tvítugur maður stakk fjórtán manns með hnífi í háskóla nálægt Houston í Texas í gærkvöldi.

Beinagrind mammúts fannst í Mexíkóborg

Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa uppgötvað beinagrind mammúts sem hneig niður og drapst fyrir tugþúsundum ára þar sem íbúðahverfið Milpa Alta í Mexíkóborg stendur nú.

Játaði morð á Reddit

Notendur samskiptasíðunnar Reddit hafa leitað til bandarísku Alríkislögreglunnar eftir að kollegi þeirra játaði á sig morð í spjallþræði þar sem notendur voru hvattir til að játa syndir sínar.

Velferð barna einna mest á Íslandi

Óvíða mælist velferð barna meiri en hér á landi. Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu UNICEF sem kemur út í dag er Ísland í þriðja sæti hvað velferð barna varðar, á eftir Hollandi og Noregi. Skýrslan er hluti af Report Card-rannsóknarritröð UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims.

Skaut leikfélaga sinn

Fjögurra ára gamall piltur skaut og drap sex ára gamlan leikfélaga sinn í Toms River í New Jersey í nótt.

Reyndi að stinga 14 til bana

Nemendur í Texas yfirbugðu nítján ára gamlan mann sem særði fjórtán manns í háskóla nálægt Houston í nótt.

Skera á síðustu tengsl við suðrið

Norður-Kóreumenn segjast hafa ákveðið að loka Kaesong-verksmiðjusvæðinu tímabundið og hyggjast kalla 53 þúsund starfsmenn úr vinnu þar.

Púðluhundur reyndist mörður á sterum

Argentískur maður keypti köttinn í sekknum á dögunum þegar hann hugðist næla sér í hreinræktaðan púðluhund á markaði í borginni Catamarca.

Margaret Thatcher er látin

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er látin, 87 ár að aldri. Það er breska ríkisútvarpið sem hefur þetta eftir talsmanni hennar. Thatcher var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 - 1990. Hún var fyrsta konan til að gegna þessu embætti á Bretlandi. Hún varð þingmaður árið 1959 og lét af þingmennsku 1992. Hún átti við heilsubrest að stríða síðustu æviár sín. Meryl Streep fór með hlutverk Thatchers í nýlegri mynd sem gerð var um ævi hennar.

Konungur Noregs yfirgaf höll sína þegar brunarvarnarkerfi fór í gang

Haraldur Noregskonungur og Sonja konan hans þurftu að yfirgefa konungshöllina í morgun þegar brunavarnarkerfið fór í gang. Allt starfsfólk konungshirðarinnar yfirgaf einnig höllina með konungshjónunum. Ola Krokan, varðstjóri hjá lögreglunni í Osló, segir að konungshjónin hafi þegar verið búin að yfirgefa höllina þegar slökkviliðið og lögregla komu á vettvang. Enginn eldur reyndist vera í húsinu, en kerfið fór í gang þegar vifta bilaði. Haraldur kóngur var á fundi með forseta Litháen þegar kerfið fór í gang.

WikiLeaks ætlar að birta ný leyniskjöl

Uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks ætlar í dag að opinbera meira en 1,7 milljónir skjala úr utanríkisþjónustu- og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Julian Assange, leiðtogi samtakanna. Skjölin eru frá áttunda áratug síðustu aldar og verða skjölin sett á vefsíðu WikiLeaks. Skjölin eru dagsett frá 1973 til 1975 og þar á meðal eru skjöl sem Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði undir höndum. Assange situr nú í stofufangelsi í sendiráði Ekvadórs í Lundúnum.

Þögn sló á Ísrael í tvær mínútur

Ísraelar af öllum stigum þjóðfélagsins lögðu niður vinnu í dag og minntust þeirra sex milljón gyðinga sem féllu fyrir hendi nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Sjá næstu 50 fréttir