Erlent

Lögga þefaði uppi dóp í rútu

Þorgils Jónsson skrifar
Norskur lögreglumaður þefaði upp tvo kannabisplöntueigendur í strætó á mánudagskvöld.

Mennirnir áttu sér einskis ills von þegar lögreglumaðurinn lyktnæmi, sem var á leið til vinnu á næturvakt, kom upp um þá.

Í frétt VG segir að ekki liggi fyrir hversu mikið magn hafi verið um að ræða en mennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Talsmaður lögreglunnar sagði að lyktin af efnunum væri afar einkennandi og því ekki óeðlilegt að maður með reynslu hefði orðið hennar var.

„Ef þú finnur þessa lykt einu sinni, þekkir þú hana aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×